Netverslanir með áfengi

Netverslanir með áfengi spretta upp eins og gorkúlur hér á Íslandi. Skiptar skoðanir eru á ágæti og lögmæti þessara verslana en líklegast er þetta sölufyrirkomulag komið til að vera, því það væri einkennilegt að banna innlenda netverslun á meðan engar hömlur (né aldurstakmörk) eru á erlendum netverslunum sem selja vörur sínar til Íslands.

Vöruúrval íslenskra netverslana er misjafnt. Sumar netverslanir selja eingöngu vín sem flutt eru inn af þeim aðilum sem standa að netversluninni á meðan aðrar selja nær eingöngu vörur sem fást í ríkisreknu vínbúðunum en stæra sig þá (oft) af lægra verði en í vínbúðunum, auk þess sem boðið er upp á heimsendingu innan skammst tíma (og nánast allan sólarhringinn). Þannig getur fjöldi mismunandi vína verið allt frá því að vera teljandi á fingrum beggja handa upp í að skipta hundruðum.

Vínsíðan ákvað að skoða úrvaldið á „íslenskum“ netverslunum með áfengi. („Íslenskar“ er sett innan gæsalappa þar sem sumar verslanirnar eru skráðar sem þær væru í eigu erlendra fyrirtækja, sem sum hver hafa aðsetur þar sem kalla má „skúffubyggingu“ – skráð fyrirtæki í húsunum geta skipt tugum eða hundruðum, flest þeirra með sína aðalstarfsemi annars staðar). Athugið að það er best að skoða töflurnar í þessari grein í tölvu eða spjaldtölvu, þar sem þær eru fullbreiðar fyrir farsíma.

Niðurstöður

Alls fundust 22 netverslanir með áfengi á Íslandi (vefverslun Vínbúðarinnar er talin með í þessum fjölda). Ég ákvað að skoða eingöngu úrval léttvíns í 750 ml flöskum og horfi alveg fram hjá vörum í minni eða stærri einingum. Verslanirnar hafa misjafnlega vandað viðmót. Í sumum verslunum er hægt að sía vörur eftir þrúgum, svæði og/eða verði, en í öðrum er ekki einu sinni hægt að raða vörunum í stafrófsröð né eftir verði. Þá er nokkur misbrestur á vöruflokkun í sumum verslunum – rósa freyðivín stundum flokkuð með venjulegum rósavínum, púrtvín og kryddvín flokkuð með rauðvínum eða hvítvínum og svo framvegis. Í sumum tilfellum eru þetta líklega heiðarleg mistök, en annars staðar grunar mig að þekkingin á vörunni sé einfaldlega ekki meiri,

Vöruúrval

Eins og áður segir fundust 22 netverslanir með áfengi á Íslandi. Vöruúrvalið var allt frá 8 vínum upp í 1.866 vín. Sumar verslanir buðu upp á vín í öllum helstu flokkum léttvína en ein netverslun var einungis með rauðvín á boðstólum þegar síðan var skoðuð. Ég ákvað að gera greinarmun á Kampavínum (Champagne) og öðrum freyðivínum en rétt er að taka fram að í sumum verslunum er hægt að kaupa mjög vönduð freyðivín (s.s. Cava og Franciacorta). Ég ákvað líka að setja lágmarks viðmið varðandi fjölda vörutegunda til að netverslunin geti talist „góð“. Engu að síður vildi ég líka geta vakið athygli á netverslunum með (að mínu mati) vandað vöruúrval þó svo að fjöldi tegunda næði ekki lágmarkinu sem ég setti.

VerslunRauðvínHvítvínFreyðivínKampavínSætvínRósavín
Affblitzz2280905
Alkohol846313208
Costco45287602
Desma773119309
Drykkur1948000
Fín Vín 30160502
Heimkaup222011402
Nýja Vínbúðin43179403
Okkar vín2500000
Sante281176124015
Smáríkið362811404
Talía1878002
USA Vín2877021
UVA Vino1372810914
Veigar794314508
Vendo42177003
Vin.is44297124
Vínkonur1573102
Vinos620000
Vínbúðin106348615571784
Vínklúbburinn1653001
Ölföng1285300
Lágmark503010515
Vöruúrvalið í netverslunum – verslanir sem ná að mestu lágmarki Vínsíðunnar varðandi vöruúrval eru feitletraðar. Netverslanir sem Vínsíðunni þykja hafa áhugavert og gott úrval eru skáletraðar, jafnvel þó að úrvalið nái ekki lágmarki Vínsíðunnar varðandi fjölda tegunda í verslun. Athugið að hér er eingöngu um að ræða 750 ml flöskur, en sumar verslanir bjóða einnig upp á minni og/eða stærri flöskur.

Ég setti sem viðmið að netverslunin hefði a.m.k. 50 mismunand rauðvín, 30 hvítvín, 10 freyðivín, 5 kampavín, 5 rósavín og 1 sætvín (það eru samt bara 5 verslanir sem bjóða upp á sætvín). Aðeins tvær verslanir náðu lágmarks viðmiðunum í öllum flokkum – Santé og Vínbúðin. Sex verslanir bjóða upp á meira en 100 mismunandi vín af öllum tegundum. Sex netverslanir ná lágmarkinu varðandi rauðvín (50), 5 ná lágmarki varðandi hvítvín (30), 7 varðandi freyðivín (10), 7 ná kampavínslágmarkinu (5) og 5 ná rósavínslágmarkinu (5). Fjórar verslanir náðu ekki lágmarki nema í 1-2 flokkum eða jafnvel engum flokki, en mér þótti engu að síður ástæða til að vekja athygli á þeim vegna þess sem ég tel vera vandað eða afar áhugavert vöruúrval – Affblitzz, Fín Vín, USA Vín og Vínklúbburinn.

Gæði

Að mínu mati skiptir hraði heimsendingar nákvæmlega engu máli (nema fyrir þá sem því miður kaupa sér áfengi í þeim eina tilgangi að verða ölvaðir). Ég legg frekar áherslu á gæði og vandað úrval. Ég skoðaði því einnig hlutfall dýrari vína í vöruúrvali netverslananna og skipti því í tvennt – vín yfir 3.000 krónum og vín yfir 5.000 krónum. Til viðmiðunar setti ég að 50% af rauðvínum og hvítvínum kostuðu 3.000 krónur eða meira, og að 20% kostuðu yfir 5.000 krónum.

Til að fá betra yfirlit yfir vöruúrval netverslananna voru gefin stig fyrir að ná lágmarki í hverjum flokki (fjöldi í tegund, hlutfalla vína >3.000 krónum og hlutfall yfir 5.000 krónum). Lokaeinkunn verslunar er svo hlutfall stiga af 11 mögulegum.

VerslunRauðvín >3000 kr Hvítvín >3000 kr Rauðvín >5000 kr Hvítvín >5000 kr StigEinkunn
Affblitzz100 %88 %86 %50 %764 %
Alkohol44 %22 %12 %3 %436 %
Costco64 %39 %27 %0 %327 %
Desma70 %19 %31 %3 %655 %
Drykkur89 %75 %47 %0 %327 %
Fín Vín93 %94 %33 %31 %655 %
Heimkaup45 %30 %9 %0 %19 %
Nýja Vínbúðin81 %41 %42 %6 %2 18 %
Okkar Vín80 %0 %0 %0 %19 %
Sante100 %99 %90 %84 %11100 %
Smáríkið50 %11 %8 %0 %19 %
Talía89 %86 %44 %0 %327 %
USA Vín96 %86 %82 %57 %655 %
UVA Vino92 %86 %64 %29 %982 %
Veigar39 %16 %14 %7 %545 %
Vendo88 %65 %21 %6 %327 %
Vin.is64 %41 %27 %17 %327 %
Vínkonur40 %29 %0 %0 %00 %
Vinos100 %100 %83 %50 %436 %
Vínbúðin82 %54 %38 %17 %1091 %
Vínklúbburinn100 %100 %56 %0 %436 %
Ölföng8 %0 %0 %0 %00 %
Lágmark50 %50 %20 %20 %670 %
Hlutfall dýrari vína í vöruúrvali netverslana og einkunnagjöf Vínsíðunnar – Sjö netverslanir ná lágmarkseinkunn Vínsíðunnar (vöruúrval, hlutfall dýrari/betri vína) og aðeins þrjár ná lágmarki Vínsíðunnar til að geta talist góðar netverslanir með áfengi.

Sjö verslanir náðu lágmarks stigafjölda (6 stig eða meira) og þrjár netverslanir náðu meira en 70% af mögulegum stigum. Ein netverslun, Santé, fékk fullt hús stiga (netverslun Vínbúðanna náði ekki lágmarki í hlutfalli hvítvína í verðflokki >5.000 kr) og er því samkvæmt þessum viðmiðum besta netverslun með áfengi á Íslandi.

Vinir á Facebook