Bodegas La Horra Corimbo 2018

Ribera del Duero er eitt af þekktustu víngerðarsvæðum Spánar. Það er staðsett við bakka Duero-árinnar í norðvesturhluta landsins. Svæðið hefur lengi verið þekkt fyrir framúrskarandi rauðvín, en það fékk þó ekki D.O. (Denominación de Origen) viðurkenningu fyrr enárið 1982. Ribera del Duero liggur nokkuð hátt yfir sjávarmáli – vínekrurnar eru í 700-800 metra hæð. Loftslagið er þurrt, með miklum sveiflum á milli hitastigs dag og nætur, sem stuðlar að hægum, jöfnum þroska þrúgnanna. Kaldar nætur (hitinn fer niður í 12-15 gráður) auðvelda þrúgunum að varðveita sýruna sem er svo mikilvæg fyrir gæði vínanna. Ribera del Duero liggur í hæðunum, þar sem jarðvegurinn er ríkulegur af kalksteini og leir, sem býr til einstaklega hentugar aðstæður fyrir Tempranillo-þrúguna, aðalþrúguna á svæðinu.

Tempranillo, sem kallast oft „Tinto Fino“ eða „Tinta del País“ í Ribera del Duero, er ríkjandi þrúga í vínum þessa svæðis. Hún er þekkt fyrir dökkan lit, mikil tannín og flókin bragðeinkenni sem þróast við öldrun. Rauðvín frá Ribera del Duero þurfa að innihalda að minnsta kosti 75% af Tempranillo-þrúgunni, þó mörg vín séu 100% Tempranillo. Aðrar þrúgur, eins og Cabernet Sauvignon, Merlot, Malbec og Garnacha, eru leyfðar í minni mæli, og þá er líka leyfilegt að nota hvítu þrúguna Albillo Mayor í litlu magni.

Víngerðin í Ribera del Duero leggur mikla áherslu á að vínin séu þroskurð á eikartunnum. Gæðaflokkunin endurspegla þetta, og rauðvín frá Ribera del Duero fylgja (flest) eftirfarandi reglum:

  • Jóven: Þetta vín hefur ekki þroskast í tunnu, eða hefur þroskast mjög stuttan tíma. Jóven eru oft fersk, ávaxtaríkt og tilbúin til neyslu.
  • Crianza: Þetta vín þarf að vera að minnsta kosti tveggja ára, þar af eitt ár í eikartunnu.
  • Reserva: Vínið þarf að vera að minnsta kosti þriggja ára, þar af eitt ár í eik og tvö ár í flösku.
  • Gran Reserva: Gran Reserva þarf að þroskast í að minnsta kosti fimm ár, þar af minnst tvö ár í eik og minnst þrjú ár í flösku.

Vín dagsins

Vín dagsins kemur frá Bodegas La Horra, sem er hluti af Roda-samsteypunni. Árið 2018 byrjaði brösuglega í Ribera Del Duero. Tvívegis gerði næturfrost vínbændum skráveifu og olli nokkru tjóni á vínviðnum. Sumarið varð þó gott og að endingu varð árgangurinn mjög góður.

Corimbo er „litla“ vínið frá La Horra – aðalvínið kallast Corimbo I. Þetta er 100% Tinta del País (Tempranillo) af 25-30 ára gömlum vínvið. Vínið er gerjað í stáltönkum en síðan sett í eikartunnur (80% frönsk eik, 20% amerísk eik) í 16 mánuði.

Bodegas La Horra Corimbo 2018 er dökkrúbínrautt á lit, með góða dýpt og byrjandi þroska. Í nefinu finnur maður kirsuber, sólber, plómur, leður, smá kanel og eik. Í munni eru fáguð tannín, góð sýra og þéttur ávöxtur. Kirsuber, leður, sólber, tóbak, kakó og eik í þéttu og góðu eftirbragðinu sem heldur sér vel. 92 stig. Góð kaup (4.999 kr). Þetta er vín fyrir góðar steikur – naut, lamb og villibráð, en einnig fyrir góða pottrétti.

Notendur Vivino gefa þettu víni 4,1 stjörnu (1.057 umsagnir þegar þetta er skrifað). Robert Parker gefur þessu víni 94 stig, James Suckling gefur 93 stig.

Bodegas La Horra Corimbo 2018
Góð kaup
Bodegas La Horra Corimbo 2018 er vín fyrir góðar steikur - naut, lamb og villibráð, en einnig fyrir góða pottrétti.
4.5
92 stig
Hvar fæst vínið?

Vinir á Facebook