Bestu kaupin í Fríhöfninni

Það er orðið nokkuð langt síðan ég tók saman lista yfir bestu kaupin í Fríhöfninni og því orðið tímabært að uppfæra listann. Það er auðvitað álitamál hvað teljast góð kaup og hver eru bestu kaupin, því smekkur okkur er jú misjafn. Til þess að komast að því hver séu bestu kaupin hef ég skoðað úrvalið á vef Fríhafnarinnar og leitað að víndómum um þau vín sem þar er að finna.

Það er langur vegur frá því að ég hafi prófað öll vínin í Fríhöfninni og þarf því að leita til fleiri sérfræðinga við valið á bestu kaupunum. Við útreikningana hef ég einkum horft á einkunnir Wine Specator, Robert Parker, Wine Enthusiast og meðaleinkunn á Vivino. Síðan hef ég funið meðaleinkunn frá þessum álitsgjöfum og notað mína eigin útgáfu af formúlu frá Robert Dwyer, sem heldur úti vefnum The Wellesley Wine Press. Fyrir rúmum áratug var hann að skoða samspil verðs og gæða og kom að lokum með formúlu sem reiknar út stuðul milli verðs og gæða. Þar skiptir máli hvaða væntingar maður hefur til vínsins (einkunn) og hvað maður er almennt til í að borga fyrir vín. Þannig getur stuðullinn hvatt þig til að kaupa aðeins dýrara vín eða aðeins ódýrara en venjulega (óvenju gott vín miðað við verð). Áhugasamir geta lesið sér til um þessar pælingar hérna.

Ég jók vægi meðaleinkunnarinnar í þessum útreikningum, því annars koma dýrari vín ávallt illa út úr svona útreikningum. Svo verð ég víst að játa að mitt eigið álit kemur aðeins við sögu í lokaniðurstöðunum…

Úrvalinu hef ég skipt í nokkra mismunandi flokka, því við höfum flest okkar eigin viðmiðunarverð sem stýra því hvað verður fyrir valin.

Freyðivín (önnur en kampavín)

Gancia Prosecco Rosé  1.999 kr
Veuve Du Vernay Ice Demi-Sec 1.599 kr
Freixenet Italian Rosé 2.149 kr
Bailly Lapierre Cremant Brut 2.299 kr
Zanotto Frottola 2.299 kr
Juve Camps Brut 2.799 kr

Kampavín undir 6.000 krónum

Bliard Labeste Blanc de Blancs  5.999 kr
G. Gobillard Brut 5.299 kr
Moet & Chandon Brut Imperial 5.999 kr

Kampavín yfir 6.000 krónum

Veuve Clicquot Brut. 6.699 kr
Bollinger Special Cuveé 6.999 kr
Taittinger Brut Reserve 6.699 kr

Hvítvín undir 3.000 krónum

Italo Cescon Pinot Grigio 2.299 kr
Rapaura Springs Sauvignon Blanc 2.299 kr
Freixenet Pinot Grigio  1.899 kr
Barefoot Moscato  1.399 kr
Gerard Bertrand Chardonnay Carcassonne  2.149 kr
Albino Armani Pinot Grigio Colle Ara 2.599 kr

Hvítvín yfir 3.000 krónum

Whitehaven Sauvignon Blanc  3.299 kr
Cloudy Bay Sauvignion Blanc 3.999 kr
Chateau Vitallis Pouilly-Fuissé 4.399 kr
Laroche Chablis 3.099 kr
Jean Loron Pouilly Fuisse 4.199 kr
Pfaffl Sonne Riesling  3.099 kr

Rauðvín undir 3.000 krónum

Masso Antico Primitivo  1.999 kr
Silk and Spice Red Blend 1.999 kr
Riunite Lambrusco  1.299 kr
Cantine di Ora Amicale 1.999 kr
Mezzopiano Ripasso  2.799 kr
Beringer cabernet sauvignon 1.999 kr

Rauðvín 3.000 – 3.999 krónur

Cerro Anon Gran Reserva 3.099 kr
Emiliana Coyam 3.199 kr
Marques Casa Concha Etiqueta Negra 3.199 kr
Escorihuela Gascon Gran Reserva Malbec 3.349 kr
Roquette E Cazes 3.399 kr
Trapiche Gran Medalla Malbec 3.399 kr

Rauðvín yfir 4.000 krónum

Vina Ardanza Reserve 4.199 kr
Zenato Amarone Classico  5.599 kr
Tommasi Amarone Valpolicella Classico 4.999 kr
Roda Reserva 4.199 kr
Chateau Musar 5.599 kr
Santi Amarone della Valpolicella 4.699 kr

Vinir á Facebook