Um síðustu helgi fór fram keppnin um Gyllta Glasið 2024. Keppnin er haldin árlega undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Undanfarin ár hefur keppninni verið skipt í tvo hluta vegna þess mikla fjölda vína sem send eru inn í keppnina. Í þessum fyrri hluta keppninnar voru dæmd vín frá „Nýja heiminum“ – þ.e. vín utan Evrópu. Einnig voru rósavín með í þessari keppni óháð uppruna. Verðflokkur vína í keppninni í ár er frá 2.990 kr til 5.000 kr og það eru vínbirgjarnir sjálfir sem velja vín í kepnnina. Rósavínin voru undanskilin þessu verðbili sem annars gildir um vín í keppninni. Vínin þurfa að vera árgangsmerkt og verðlaunin gilda aðeins fyrir þann árgang sem er dæmdur hverju sinni. Keppnin um Gyllta Glasið er stærsta blindmökkun sem fram fer á Íslandi ár hvert.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til, og yfirdómari var, eins og fyrri ár, Alba E. H. Hough, sem er margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna. Ég tók ekki þátt í dómnefndarstörfum að þessu sinni, en vil þakka þeim sem tóku þátt.
Tuttugu vín hljóta Gyllta Glasið í hverri keppni. Að þessu sinni hlutu 4 hvítvín, 11 rauðvín og 6 rósavín hlutu Gyllta glasið 2024 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
Fairview Sauvignon Blanc 2023, 3.390 kr
Cloudy Bay Sauvignon Blanc 2023, 4.999 kr
Goats do Roam White Blend 2022, 2.990 kr
Bread & Butter Chardonnay 2022, 3.499 kr
Rósavín:
Villa Wolf Rosé 2023, 2.499 kr
Whispering Angel 2022, 4.899 kr
La Baume Pinot Noir Rosé 2022, 2.599 kr
Cune Pale Rosado 2022, 2.699 kr
Stemmari Rosé 2023, 2.299 kr
Vina Real Rosado 2022, 2.699 kr
Rauðvín:
Trivento Golden Reserve Malbec 2021, 3.699 kr
Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2022, 3.798 kr
Peter Lehmann Portrait Cabernet Sauvignon 2021, 3.299 kr
Rapaura Reserve Pinot Noir 2022, 3.599 kr
Bread & Butter Pinot Noir 2021, 3.499 kr
Böen Russian River Valley Pinot Noir 2022, 4.950 kr
Goats do Roam Red Blend 2022, 2.990 kr
Emiliana Coyam 2020, 4.299 kr
1000 Stories Pinot Noir 2021, 3.999 kr
Diablo Black Cabernet Sauvignon 2022, 2.999 kr
J. Lohr Cabernet Sauvignon 2020, 3.999 kr