Gyllta Glasið 2022

Fréttatilkynning frá Vínþjónasamtökum Íslands

Nú er nýlokin keppnin um Gyllta Glasið 2023 sem var undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppni í ár er frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til í þessa keppni. Í þessum fyrri parti voru vín frá suður við miðbaug tekinn fyrir ásamt Norður Ameríku ásamt sérstökum rósavínsflokki, en þar var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.

Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 14.maí sl. og eigum við í Vínþjónasamtökunum þeirra allra bestu þakkir fyrir aðstoðina.

Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.

5 hvítvín, 10 rauðvín og 4 rósavín hlutu Gyllta glasið 2023 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.

Verðlaunavínin

Hvítvín:

Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2022, 2.899 kr

Aresti Trisquel Sauginon Blanc Gran Reserva 2022, 3.399 kr

Villa Maria Sauvignon Blanc Private Bin 2021, 3.492 kr

Villa Maria Chardonnay Gisborne Private Bin 2020, 2.874 kr

Marques Casa Concha Chardonnay 2021, 3.499 kr

Rósavín:

Villa Wolf Pinot Noir Rose 2022, 2.499 kr

Tommasi Rose Le Fornaci 2022, 2.999 kr

Fleurs de Prairie 2022, 2.799 kr

Beronia Rose 2019, 2.874 kr

Rauðvín:

Zuccardi Q Malbec 2019, 3,813 kr

Vinyes Ocults Malbec 2019, 3.690 kr

Alamos Malbec 2022, 2.890 kr

Bellingham Pinotage 2020, 3.090 kr

Saint Clair Pioneer Block 17 Syrah 2018, 3.599 kr

Marques Casa Concha Etiqueta Negra 2019, 3.999 kr

Trivento Cabernet Sauvignon Reserve 2021, 2.499 kr

Nederburg Cabernet Sauvignon The Winemasters 2021, 2.499 kr

Montes Cabernet Sauvignon Carmenere Limited Selection 2022, 2.599 kr

Montes Cabernet Sauvignon Reserva 2022, 2.599 kr

Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og óskum við sigurvegurum til hamingju.

Vinir á Facebook