Champagne D‘Marc Brut Tradition smakkaði ég í Brussel sl. vor. Vínið er gert úr Pinot Meunier (70%), Chardonnay (20%) og Pinot Noir (10%). Vínið er ljósgullið og freyðir fínlega. Í nefinu finnur maður epli, gersveppi, og sítrusávexti. Vínið hefur fína sýru, fínlegar búbblur og ágæta fyllingu. Epli, ger og sítrus ráðandi í ágætu eftirbragðinu. 89 stig. Ágætt kampavín sem fer vel með sushi, fiskréttur, skelfiski og ostum, eða bara eitt og sér.

Champagne D‘Marc Brut Tradition
Góð kaup
D‘Marc Champagne Brut Tradition er ágætt kampavín sem fer vel með sushi, fiskréttur, skelfiski og ostum, eða bara eitt og sér.
4
89 stig