Champagne Mathelin Cuvée Lucien Mathelin

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá tók ég upp á því í COVID að panta mér vín að utan – ýmist frá verslunum eða kaupa á uppboðum. Þannig kynntist ég kampavínunum frá Mathelin-fjölskyldunni og hef nú smakkað flest þau vín sem fjölskyldan framleiðir.

Champagne Mathelin Cuvée Lucien Mathelin er blandað til heiðurs Lucien Mathelin (1920-2020) og er gert úr Chardonnay (50%), Pinot Meunier (30%) og Pinot Noir (20%). Vínið er fölgullið og freyðir vel. Í nefinu finnur maður sítrusávexti, epli, ger og ferskjur. Í munni er góð fylling, góður ávöxtur og ágæt sýra. Í munni eru þroskuð epli, greipaldin og ögn af appelsínuberki. 89 stig. Vínið hefur nokkuð hátt dosage (14 g/L) og flokkast því sem extra dry. Fer vel með ostum.

Champagne Mathelin Cuvée Lucien Mathelin
Góð kaup
Champagne Mathelin Cuvée Lucien Mathelin er ágætt kampavín sem fer vel með ostum.
4
89 stig

Vinir á Facebook