Eitt áhugaverðasta kampavínið sem ég smakkaði á árinu er vínið sem hér um ræðir. Það er gert úr þrúgunni Arbane, sem er ein af þeim þrúgum sem heimilt er að nota í kampavín. Vinsældir Arbane hafa minnkað verulega undanfarna áratugi og þrúgan er nánast í útrýmingarhættu í Frakklandi. Hún er mjög öflug í vexti og kallar því á talsverða vinnu við umhirðu og vaxtarstýringu, en hún gefur hins vegar ekki mjög mikið af sér. Árið 2006 var áætlað að þrúgan væri aðeins ræktuð á rúmlega einum hektara, en framleiðendur á borð við D’Marc, Moutard-Diligent, Aubry og Drappier hafa þó verið að rækta þrúguna og nota hana til íblöndunar (Drappier og Aubry) eða búa til 100% Arbane kamapavín (D’Marc og Moutard-Diligent).
Champagne D‘Marc L’Orginelle Fleury La Riviere er fölgullið í glasi og feyðir fínlega. Í nefinu finnur maður þroskuð epli, ger og sítrusávexti. Í fyrstu var einhver aukalykt sem hvarf um leið og víninu var þyrlað í glasinu. Ríflega miðlungsfylling, ágæt sýra og ágætt jafnvægi. Epli, brioche og sítrusávextir ráðandi í eftirbragðinu. 88 stig. Áhugavert kampavín.