Champagne Louis Roederer Brut 2013

Too much of anything is bad, but too much Champagne is just right

F. Scott Fitzgerald

Þegar maður kemst á bragðið með kampavín verður ekki aftur snúið, og maður fær aldrei nóg (þó maður geti kannski verið á annarri skoðun daginn eftir). Kampavín er frábær að því leiti, að þau er hægt að para með flestum mat, og svo njóta þau vín vel ein og sér.

Champagne Louis Roederer Brut 2013 hefur fínlegan ilm af gulum eplum, brioche-brauði, geri, ristuðu brauði, vanillu og heslihnetum. Í munni freyðir vínið vel, hefur ágæta sýru og miðlungsfyllingu. Í löngu þéttu eftirbragðinu finnur maður ferskjur, apríkósur, græn epli og sítrusávexti. 95 stig. Góð kaup (10.800 kr). Vínið er rétt að slíta barnsskónum og mun njóta sín vel næstu 10-15 árin. Njótið með skelfiski, sushi, fiskréttum eða bara eitt og sér. (5,0)

Robert Parker gefur þessu víni 95 stig og notendur Vivino gefa því 4,4 stjörnur (1.022 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator gefur víninu 93 stig

Champagne Louis Roederer Brut 2013
Góð kaup
Louis Roederer Brut Champagne 2013 er frábært kampavín sem mun njóta sín vel næstu 10-15 árin.
5
95 stig

Vinir á Facebook