Domaines Ott Château Romassan Rosé (Coeur de Grain) 2020

Það er mér óskiljanlegt hversu lítið íslendingar kunna að meta rósavín. Kannski er það vegna veðurfarsins eða vegna einhverra fordóma gagnvart rósavínum? Lengi vel var aðeins hægt að fá hér ódýr og óspennandi rósavín en tímarnir hafa breyst. Nú er hægt að nálgast hágæða rósavín en það gæti þurft að fara annað en í vínbúðirnar.

Domaines Ott Château Romassan Rosé 2020 er að mestu gert úr Mourvedre, en í því er líka eitthvað af Cinsault, Grenache og Syrah. Vínið fölbleikt á lit, unglegt með seiðandi ilm af jarðarberjum, ferskjum og ögn af sítrus, rósum og lavender. Í munni er vínið þurrt og sýruríkt, með þægilegum jarðarberja-, ferskju- og aprikósukeim í góðu eftirbragðinu. Frábært rósavín. 92 stig. Mjög góð kaup (5.490 kr). Njótið með svínakjöti, fuglakjöti, fiskréttum og salati, eða bara einu og sér á fallegu sumarkvöldi. Fæst á affblitzz.is.

Wine Spectator gefur þessu víni 92 stig og Robert Parker gefur því 93 stig. Notendur Vivino gefa þessu víni 4,2 stjörnur (543 umsagnir þegar þetta er skrifað)

(Þetta vín hlaut reyndar umfjöllun hér á síðunni, en þá á Vínklúbbsfundi. Mér finnst þetta hins vegar svo gott rósavín að það á skilið sjálfstæða umfjöllun. Það má líka benda á annað mjög gott rósavín frá sama framleiðanda sem er fáanlegt í vínbúðunum.)

Domaines Ott Château Romassan Rosé (Coeur de Grain) 2020
Góð kaup
Domaines Ott Château Romassan Rosé 2020 er frábært rósavín sem ferl vel með svínakjöti, fuglakjöti, fiskréttum og salati, eða bara eitt og sér.
5
92 stig

Vinir á Facebook