Nýlega var seinni hluti keppninnar um Gyllta Glasið 2022 haldinn á Grand Hótel undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Verðflokkur vína í keppninni í ár er 2.490 – 4.000 kr. og völdu vínbirgjar vínin til þátttöku í keppninni. Í fyrri hluta keppninnar, sem haldinn var sl. vor var Nýji heimurinn tekinn fyrir, þ.e. lönd sunnan miðbaugs ásamt N-Ameríku. Í þessum seinni hluta voru svo tekin fyrir vín frá Gamla heiminum, þ.e. Evrópu.
Líkt og áður voru vínin blindsmökkuð af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin fengu til starfa og eru dómnefndarmönnum færðar bestu þakkir fyrir.
Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E H Hough, margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna, ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
Í þessum seinni hluta voru 5 hvítvín og 10 rauðvín sem hlutu Gyllta glasið 2022 samkvæmt hlutföllum sem skiluðu sér. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
- Baron de Ley ,,Tres Vinas“ Blanco Reserva 2019 (3.199 kr)
- Dr Loosen Erdener Treppchen Riesling Kabinett 2021 (2.899 kr)
- Gerard Bertrand An 1130-Cite de Carcassonne Chardonnay 2021 (2.499 kr)
- Louis Latour Bourgogne Chardonnay 2021 (3.199 kr)
- J.Drouhin Laforet Chardonnay 2019 (3.390 kr)
Rauðvín:
- Gérard Bertrand An 560 Tautavel 2020 (2.999 kr)
- Mommessin Beaujolais-Villages 2021 (3.199 kr)
- Tommasi Ripasso 2019 (3.499 kr)
- Baron de Ley Finca Monasterio 2019 (3.999 kr)
- Marques de Riscal Reserva 2018 (3.990 kr
- Cune Gran Reserva 2016 (3.799 kr)
- Zenato Alanera 2018 (2.490 kr)
- Villa Wolf Pinot Noir 2020 (2.799 k
- Francois Martenot Pinot Noir 2021 (3.299 kr)
- Ogier Saint Joseph 2018 (3.999 kr)
Vínþjónasamtökin vilja þakka sérstaklega öllum dómurum og birgjum fyrir frábæra þáttöku og sigurvegurum er óskað til hamingju.