Nú er nýlokið keppninni um Gyllta Glasið 2022, sem var að vanda undir stjórn Vínþjónasamtaka Íslands. Undanfarin ár hefur keppninni verið skipt í 2 hluta – „Gamla heiminn“ (Evrópa) og „Nýja heiminn“ (allt nema Evrópa). Verðflokkur vína í keppninni í ár var frá 2.490 kr til 4.000 kr og völdu vínbirgjar vínin til þátttöku í keppninni. Í þessum fyrri parti voru dæmd vín frá „Nýja heiminum“, þ.e. suðurhveli jarðar auk Norður-Ameríku, ásamt sérstökum rósavínsflokki. Í rósavínsflokknum var ekkert verðþak og máttu vínin koma hvaðan sem er úr heiminum, þurftu bara vera árgangsmerkt.
Vínin voru smökkuð blint af sérstakri dómnefnd sem Vínþjónasamtökin boðuðu til á Grand Hótel 22. maí sl. Ég tók þótt í störfum dómnefndar að þessu sinni ásamt valinkunnu fagfólki úr íslenska vínheiminum. Það er alltaf gaman að taka þátt í þessum dómnefndarstörfum þó svo að mér hafi stundum verið orðið pínu illt í bragðlaukunum undir lokin. Alls voru 54 vín send til þátttöku í þessum hluta keppninnar.
Ásmundur á Grand Hótel hefur lagt fram fyrsta flokks aðstöðu undanfarin ár og eru færðar bestu þakkir fyrir. Yfirdómari var eins og fyrri ár Alba E. H. Hough margfaldur Íslandsmeistari vínþjóna ásamt sérstakri aðstoð frá vel völdu fagfólki og eiga þau þakkir fyrir að standa að stærstu blindmökkum sem fram fer á Íslandi ár hvert.
Alls voru 3 hvítvín, 12 rauðvín og 5 rósavín sem hlutu Gyllta glasið 2022 samkvæmt hlutföllum þeirra vína sem voru í keppninni. Vínin verða sérmerkt í Vínbúðum með merki Gyllta Glassins og gildir það fyrir árganginn sem fékk verðlaunin.
Verðlaunavínin
Hvítvín:
- Matua Sauvignon Blanc 2021 (2.699 kr.)
- Vicar’s Choice Sauvignon Blanc 2021 (2.799 kr.)
- Marques Casa Concha Chardonnay 2021 (3.299 kr.)
Rósavín:
- Bouchard Ainé & Fils Pinot Noir Rosé 2021 (2.098 kr.)
- Willm Pinot Noir Rose 2021 (2.999 kr.)
- Villa Wolf Pinot Noir Rose 2021 (2.499 kr.)
- Fleurs de Prairie 2021 (2.699 kr.)
- Muga Rosado 2020 (2.899 kr.)
Rauðvín:
- Trivento Golden Reserve Malbec 2020 (3.299 kr.)
- Trapiche Gran Medalla Malbec 2018 (3.999 kr.)
- Trapiche Perfiles Malbec 2019 (3.199 kr.)
- 1000 Stories Cabernet Sauvignon 2018 (3.799 kr.)
- Hess Select Pinot Noir 2019 (3.799 kr.)
- Glen Carlou Cabernet Sauvignon 2018 (3.399 kr.)
- Hess Select Cabernet Sauvignon 2018 (3.499 kr.)
- Louis M Martini Sonama Cabernet Sauvignon 2018 (3.599 kr.)
- Glen Carlou Grand Classique 2018 (3.899 kr.)
- Ecologica Shiraz Malbec Organic Reserve 2020 (2.499 kr.)
- Penfolds Koonunga Hill Shiraz 2021 (2.999 kr.)
- Trapiche Oak Cask Malbec 2021 (2.499 kr.)
Birgjum er þakkað fyrir frábæra þáttöku og sigurvegurum óskað til hamingju.