duty free red grunge stamp

Bestu kaupin í Fríhöfninni – nóvember 2021

Ég hef í nokkur skipti tekið saman lista yfir bestu kaupin í Fríhöfninni. Síðast gerði ég það vorið 2018 en þar sem COVID hefur takmarkað mjög ferðir okkar um Fríhöfnina þá hef ég ekki séð ástæðu til að yfirfara listann fyrr en nú. Kannski var ég að storka örlögunum með þessu því það virðist sem allt sé að skella aftur í lás. Engu að síður ákvað ég að ráðast aftur í þetta og hér er afraksturinn.

Aðferðin við að finna bestu kaupin hefur að mestu verið óbreytt undanfarin ár, en í þetta sinn er smá tvist í útreikningunum. Líkt og áður hef ég notast við einkunnir frá Wine Spectator og Wine Enthusiast, en nú koma einkunnir Robert Parker í stað Decanter, og þá notast ég líka við einkunnir notenda Vivino. Ég skoðaði einkunnir þessara vína frá árinu 2005 og reiknaði meðaleinkunn fyrir þessi ár. Sömuleiðis er notuð meðaleinkunn Vivino fyrir alla árganga. Vínin þurftu að fá a.m.k. 87 stig frá WS, WE eða RP og a.m.k. 3,7 frá Vivino til að koma til greina á þennan lista.

Tvistið í ár er að ég notaði líka formúlu frá Robert Dwyer, sem heldur úti vefnum The Wellesley Wine Press. Fyrir rúmum áratug var hann að skoða samspil verðs og gæða og kom að lokum með formúlu sem reiknar út stuðul milli verðs og gæða. Þar skiptir máli hvaða væntingar maður hefur til vínsins (einkunn) og hvað maður er almennt til í að borga fyrir vín. Þannig getur stuðullinn hvatt þig til að kaupa aðeins dýrara vín eða aðeins ódýrara en venjulega (óvenju gott vín miðað við verð). Áhugasamir geta lesið sér til um þessar pælingar hérna.

Bestu kaupin í Fríhöfninni í nóvember 2021

Notast var við vín sem skv. vef Fríhafnarinnar voru í sölu í byrjun október 2021. Hafi eitthvað vín bæst við eftir það kemst það ekki á listann að þessu sinni. Við útreikningana notaði ég annars vegar gæðakröfu upp á 88 stig (3,8 hjá Vinino) fyrir 3.000 króna vín og hins vegar 86 stig (3,6 hjá Vivino) fyrir 2.500 króna vín. Vissulega er þarna ákveðið misræmi að gera svo kröfu upp á 87 stig (3,7 hjá Vivino) til að vínin komist á listann…

Hvítvín undir 2.000 krónum

  • Alamos Chardonnay (Argentína, 1.799 kr)
  • Adobe Organic Chardonnay Reserva (Chile, 1.599 kr)
  • Torres Vina Esmeralda (Spánn, 1.599 kr)
  • Montes Sauvignon Blanc (1.499 kr)
  • Villa Puccini Pinot Grigio (Ítalía, 1.499 kr)
  • Ars Vitis Riesling Moselland (Þýskaland, 1.399 kr)
  • Montalto Pinot Grigio (Ítalía, 1.399 kr)
  • Rosemount GTR (Ástralía, 1.349 kr)

Hvítvín 2.000 – 2.500 krónur

  • Marques de Casa Concha Chardonnay (Chile, 2.399 kr)
  • Saint Clair Sauvginon Blanc Pioneer Block 20 Cash Block (Nýja-Sjáland, 2.399 kr)
  • Trimbach Riesling (Frakkland, 2.399 kr)
  • Franck Millet Sancerre (Frakkland, 2.399 kr)
  • Baron de Ley Blanco 3 Vinas Reserva (Spánn, 2.299 kr)
  • Muga Blanco (Spánn, 2.199 kr)
  • Brancott Letter Series ‘B‘ Sauvignon Banc (Nýja-Sjáland, 2.099 kr)

Hvítvín yfir 2.500 krónum

  • Cloudy Bay Sauvignon Blanc (Nýja-Sjáland, 3.399 kr)
  • Trimbach Pinot Gris Reserve (Frakkland, 2.699 kr)

Rauðvín undir 2.000 krónum

  • Coto de Imaz Reserva (Spánn, 1.999 kr)
  • Masi Campofiorin (Ítalía, 1.989 kr)
  • Trivento Malbec Reserva (Argentína, 1.499 kr)
  • Gato Negro 9 Lives Cabernet Sauvignon (Chile, 1.499 kr)

Rauðvín 2.000 – 2.500 krónur

  • Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon (Chile, 2.399 kr)
  • Marques de Casa Concha Merlot (Chile, 2.399 kr)
  • Trivento Malbec Golden Reserve (Argentína, 2.299 kr)
  • Gerard Bertrand Tautavel Grand Terroir (Frakkland, 2.249 kr)
  • Cune Reserva (Spánn, 2.199 kr)
  • Emiliana Salvaje (Chile, 2.199 kr)
  • Olarra Cerro Anon Reserva (Spánn, 2.099 kr)
  • Brancott Letter Series ’T’ Pinot Noir (Nýja-Sjáland, 2.099 kr)

Rauðvín 2.500 – 3.000 krónur

  • Marques de Casa Concha Etiqueta Negra (Chile, 2.999 kr)
  • Chateau La Courolle (Frakkland, 2.999 kr)
  • Villa Antinori Chianti Classico Riserva (Ítalía, 2.999 kr)
  • M. Chapoutier Bila-Haut Occultum Lapidem (Frakkland, 2.999 kr)
  • Roda Sela (Spánn, 2.899 kr)
  • Baron de Ley Gran Reserva (Spánn, 2.899 kr)
  • Coto de Imaz Gran Reserva (Spánn, 2.899 kr)
  • Luis Canas Reserva (Spánn, 2.799 kr)
  • Cune Gran Reserva (Spánn, 2.699 kr)
  • Peter Lehmann The Barossan Shiraz (Ástralía, 2.599 kr)
  • Boutinot Cairanne La Cote Sauvage (Frakkland, 2.599 kr)

Rauðvín yfir 3.000 krónum

  • Roda Reserva (Spánn, 3.599 kr)
  • Rioja Vega Gran Reserva (Spánn, 3.399 kr)
  • Cune Imperial Reserva (Spánn, 3.199 kr)
  • Muga Reserva (Spánn, 3.199 kr)
  • Corimbo (Spánn, 3.199 kr)

Freyðivín

  • Gancia Asti (Ítalía, 1.399 kr)
  • Albino Armani Prosecco Rosé (Ítalía, 1.699 kr)
  • Mont Marcal Cava Brut Reserva (Spánn, 1.599 kr)
  • Gancia Prosecco Rosé (Ítalía, 1.699 kr)
  • Albino Armani Prosecco (Ítalía, 1.699 kr)

Kampavín

  • Moet & Chandon Champagne Vintage Blanc (Frakkland, 6.999 kr)

Hvar er uppáhaldsvínið mitt?

Ef uppáhaldsvínið þitt er ekki á þessum lista þarf það ekki að þýða að það sé ekki nógu gott – það hefur einfaldlega ekki náð þeirri lágmarkseinkunn sem sett var fyrir hvern flokk eða að víndómar liggi ekki fyrir.

Að lokum er það þó alltaf þinn smekkur sem ræður þinni för!

Vinir á Facebook