Montes Purple Angel 2017

Það er liðinn góður áratugur síðan ég smakkaði Purple Angel í fyrsta skipti (vorið 2007). Allt frá því að ég smakkaði það fyrst hef ég reynt að prófa hvern einasta árgang en verð að viðurkenna að það hefur ekki tekist nógu vel. Mér sýnist við yfirferð hér á siðunni að ég hafi aðeins náð að prófa 2004, 2005, 2007, 2010, 2013 og 2016 (vantar umsögn hér á síðuna) og alltaf hefur engillinn staðið undir væntingum. Hins vegar er hann nú orðinn óþægilega dýr.

Fjólublái engillinn

Engillinn er líkt og áður gerður úr 92% Carmenere og 8% Petit Verdot. Að lokinni gerjun er vínið látið liggja í 18 mánuði á nýjum frönskum eikartunnum.

Mones Purple Angel 2017 er dökkrautt og djúpt, með góða dýpt, unglegt. Í nefinu eru sólber, kirsuber, súkkulaði, kryddjurtir og eik. Í munni er vínið þurrt með góð tannín, fína sýru og flottan ávöxt. Plómur, leður, tóbak, dökkt súkkulaði, eik og pipar í þéttu og margslungnu eftirbragðinu. Algjört sælgæti eins og svo oft áður. 94 stig. Frábært vín (9.298 krónur).

Notendur Vivino gefa þessu víni 4.5 stjörnur (365 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator gefur þessu víni 92 stig.

Montes Purple Angel 2017
Montes Purpel Angel 2017 er algjört sælgæti eins og svo oft áður. Vín fyrir alvöru steikur eða bara til að njóta.
5
94 stig

Vinir á Facebook