Matua Sauvignon Blanc Marlborough 2019

Vínhús Matua stærir sig af því að vera fyrsta vínhúsið á Nýja-Sjálandi til að senda frá sér Sauvignon Blanc, sem þeir gerðu árið 1974. Vínframleiðsla á Nýja-Sjálandi hófst ekki af alvöru fyrr en árið áður. Í dag er Sauvignon Blanc fyrsta vínið sem kemur upp í hugann þegar rætt er um vín frá Nýja-Sjálandi, enda meira en helmingur allrar vína frá Nýja-Sjálandi úr Sauvignon Blanc.

Matua Sauvignon Blanc Marlborough 2019 er fölgult á lit og unglegt að sjá. Í nefinu finnur maður ananas, apríkósur og perubrjóstsykur. Í munni er góð sýra og ávöxtur. Aprikosur, límónur, timjan og rauð epli í góðu eftirbragðinu. Mjög góð kaup (2.699 kr). 89 stig. Fer vel með fiskréttum og léttum ostum.

Notendur Vivino gefa þessu víni 3.8 stjörnur (3.147 umsagnir þegar þetta er skrifað). Wine Spectator gefur þessu vínu 88 stig. Vínið hefur líka ratað inn á topp 100-lista tímaritsins, enda mjög góð kaup í þessu víni.

Ef þið eruð með Living Wine Label-appið í símanum ykkar þá er gaman að skoða þetta vín í gegnum appið.

Matua Sauvignon Blanc Marlborough 2019
Matua Sauvignon Blanc Marlborough 2019 er þægilegt og frísklegt hvítvín sem fer vel með fiskréttum og léttum ostum.
4
89 stig

Vinir á Facebook