Gula ekkjan – Veuve Clicquot – hefur lengi verið eitt vinsælasta kampavínið á Íslandi og víðar – og ekki að ástæðulausu. Hér fara saman verð og gæði sem hægt er að treysta á ár eftir ár. Sagan á bak við þetta vín og framleiðandann er áhugaverð saga brautryðjanda sem ég hef áður sagt frá hér.

Veuve Clicquot Brut Champagne NV er fölgullið á lit, með ágæta dýpt, freyðir vel og hefur fína tauma. Í nefinu finnur maður sítrus, græn epli, ristað brauð, perur og ferskjur. Í munni freyðir það vel, þurrt með ágæta sýru, eikar- og sítrustóna, ögn af vanillu og ristað brauð í góðu eftirbragðinu sem heldur sér vel. Fer vel með hvers konar skelfiski og svo auðvitað eitt og sér. 90 stig – Klassík (6.998 kr).

Gula ekkjan
Veuve Clicquot Brut Champagne fer vel með hvers konar skelfiski og svo auðvitað eitt og sér. 90 stig - Klassík.
4
90 stig