Enn eitt vínið frá Gerard Bertrand sem ég prófaði í haust kemur frá þorpinu Tautavel í Roussillon-héraði, sem er staðsett á milli Pyrenea-fjalla og Miðjarðarhafs. Vínið er gert úr þrúgunum Syrah, Grenache og Carignan. Hluti þess er látinn þroskast í frönskum eikartunnum í 9 mánuði, en afgangurinn er látinn liggja í tönkunum á meðan.

Gerard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2016 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með miðlungsdýpt. Í nefinu finnur maður skógarber, hindber, pipar og lyng. Í munni eru græn tannín, hressileg sýra og flottur ávöxtur. Sólber, hindber, leður, pipar og vottur af eik í góðu eftirbragðinu. 90 stig. Góð kaup (2.899 kr). Fer vel með nauti, villibráð, grilluðu lambi og góðum ostum.
Vínið fékk Gyllta Glasið 2019.

Gerard Bertrand Grand Terroir Tautavel 2016
Fer vel með nauti, villibráð, grilluðu lambi og góðum ostum.
4
90 stig