Banfi La Lus Albarossa 2016

Annað Banfi-vín sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í nokkur ár er hið ágæta Banfi La Lus Albarossa. Það kemur frá Piemonte-héraði á Ítalíu og er gert úr þrúgunni Albarossa. Ég hef áður fjallað um 2010 og 2012 árgangana og gefið þeim ágæta einkunn.

Banfi La Lus Albarossa 2016 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með ágæt dýpt. Í nefinu finnur maður lakkrís, leður, anís, myntu, pipar og fersk krydd. Í munni eru stinn tannín, góð sýra og fínn ávöxtur. Lakkrís, kirsuber og anís í ágætu eftirbragðinu. 89 stig. Góð kaup (3.299 kr.). Fer vel með góðum steikum og grillmat.

Banfi La Lus Albarossa 2016
Fer vel með góðum steikum og grillmat
4
89 stig

Vinir á Facebook