Augment Cabernet Sauvignon 2016

Vínið sem hér er til umfjöllunar er það sem maður gæti kallað tískuvín – hannað þannig að það muni líklega falla þeim í geð sem vilja kröftug vín sem eru tilbúin til neyslu án þess að þurfa neinn geymslutíma. Þau eru kröftug, nokkuð sæt og með hátt áfengisinnihald, og gjarnan fá þau að liggja um stund á tunnum sem áður hafa verið notuð við gerð annarra áfengistegunda – vískí, sérrí eða púrtvíns. Þau fljúga nokkuð hátt í stutta stund en endast ekki lengi og henta því síður til geymslu. Það má kannski lesa út úr þessu að ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af þessum vínum, en það er aukaatriði. Íslenskir vínunnendur hafa tekið þessum vínum vel, einkum hinu ágæta 1000 Stories Zinfandel, sem hefur slegið rækilega í gegn.

Augment Cabernet Sauvignon 2016 er djúprautt á lit, unglegt með sæmilega dýpt. Í nefinu finnur maður sólber, eik, leður, lakkrís og vanillu. Í munni eru hrjúf tannín og sýran tekur vel í. Góður ávöxtur en ekki nógu gott jafnvægi, yfirgnæfandi berjabragð, smá eik og viskítónar. Örlítið ripassolegt en nær því samt ekki. 87 stig. (2.799 kr).

Þorri Hringsson gefur þessu víni 4 stjörnur og það gerir Steingrímur í Vínotek einnig.

Augment Cabernet Sauvignon 2016
Bragðmikið, sætt og hátt áfengishlutfall - fyrir þá sem vilja slík vín.
3.5
87 stig

Vinir á Facebook