Einhver skotheldustu kaupin í íslenskum vínbúðum undanfarin ár hafa verið vínín í Marques de Casa Concha-línunni frá chileönsku víngerðinni Concha y Toro. Í vínbúðunum eru 4 mismunandi vín tilheyrandi þessari línu – 1 hvítt og 3 rauð.
Vín dagsins
Vín dagsins er gert út hreinu Chardonnay og fékk að liggja í 12 mánuði á tunnum úr franskri eik áður en það var sett á flöskur. Vínið er ekki ætlað til langrar geymslu og nýtur sín best næstu 3-5 árin.
Concha y Toro Marques de Casa Concha Chardonnay 2016 er strágult á lit með fallega tauma. Í nefinu eru suðrænir ávextir, sítrónur, melónur, þurrkuð eðli og perur. Í munni er frískleg sýra og góður ávöxtur. Perur, sítrónur, eik, vanilla og smá heslihnetur í góðu eftirbragðinu. Góð kaup (2.999 kr). Fer vel með sjávarréttum, risotti, pastaréttum, hvítmygluostum og ljósu fuglakjöti. 89 stig.
Hvað segja hinir?
Steingrímur í vinotek.is gefur 4,5 stjörnur.
Þorri Hringsson í Víngarðinum gefur 4,5 stjörnur.
Wine Spectator gefur 89 stig.
Notendur Vivino gefa 3.8 í einkunn (654 einkunnir)
James Suckling gefur 92 stig.