Ég hef margsinnis áður dásamað Chablis (eins og t.d. hérna)og hef engin áform um að hætta því. Það eru nefnilega yfirleitt hægt að treysta á að vínið standi undir væntingum og að maður fái að það sem maður reiknar með. Eins og allir eiga að vita þá er Chablis ávallt gert úr 100% Chardonnay.
Vín dagsins
Ég hef ekki miklar upplýsingar um framleiðandann að baki víni dagsins, annað en að hann hefur aðsetur í Nuits-Saint-Georges í Búrgúndi.
Vaucher Pére & Fils Chablis 2015 er fallega strágult á lit, unglegt að sjá. Í nefinu eru gul epli, perur, sítrus og ögn af hunangi. Í munni eru mild tannín og góð sýra, fínn ávöxtur. Sítrónur, gul epli, vottur af ananas og örlítil eik í þægilegu eftirbragðinu. Þægilegt matarvín og fer eflaust vel með sushi, fiskréttum, ljósu fuglakjöti og hvítmygluostum. Ágæt kaup (3.099 krónur). 89 stig.
Hvað segja hinir?
Notendur Vivino gefa 3,5 stjörnur.