Þó að undanfarin ár hafi verið vínbændum í Toscana nokkuð hagstæð, þá er langt síðan það hefur komið jafn góður árgangur og 2015. Bæði 2010 og 2007 þóttu mjög góðir en það þarf líklega að fara um 20 ár aftur í tímann til að sjá jafn sterkan árgang og 2015. Leitarvélin á vef vínbúðanna býður því miður ekki upp á leit eftir árgöngum en með smá leit er hægt að sjá að það eru nokkrar tegundir af þessum frábæra árgangi komnar í hús, þar á meðal vín dagsins.
Vín dagsins.
Ég hef einu sinni áður fjallað um Chianti Classico frá Cecchi – sjá hér umsögn um 2014-árganginn. Sá árgangur fékk 90 stig hjá mér og sama er uppi á teningnum fyrir vín dagsins.
Cecchi Storia di Famiglia Chianti Classico 2015 er kirsuberjarautt á it, með ágæta dýpt og byrjandi þroska. Í nefinu finnur maður kirsuber, anís, leður, plómur, myntu og pipar. Í munni eru fáguð tannín, góð sýra og ágæt fylling. Kirsuber, ögn af eik og smá leður í ágætu eftirbragðinu. Góð kaup (2.495 kr). 90 stig.
Hvað segja hinir?
Wine Enthusiast gefur þessu víni 89 stig og James Suckling gefur því 93 stig.