Á þessum árstíma fara helstu vínspekúlantarnir að gera upp árið og birta lista sína yfir bestu vínin, bestu kaupin og svo auðvitað að útnefna vín ársins. Tímaritið Wine Enthusiast (www.winemag.com) gefur á hverju ári út lista yfir 100 bestu kaupin, 100 bestu vínin til að geyma og svo auðvitað 100 bestu vínin. Á listanum yfir 100 bestu kaup árins 2018 eru 3 vín sem finna má í vínbúðunum:
83. Mezzacorona Pinot Grigio 2017 – 87 stig (1.798 kr)
68. Hacienda Lopez de Haro Crianza 2014 – 89 stig (1.980 kr)
56. Beringer Founder’s Estate Cabernet Sauvignon 2015 – 88 stig (2.599 kr)
Það er ekkert vín fáanlegt hér af þeim sem rata á listann yfir bestu vínin til að geyma, en reyndar er Chateau Carbonnieux til í 2012-árgangi, en það er 2015 sem menn ættu að ná sér í þegar hann kemur (2012 kostar reyndar tæpar 8.000 krónur…).
Á morgun byrjar Wine Spectator að telja niður topp 10-listann sinn og tilkynnir sitt val á víni ársins föstudaginn 16. nóvember. Vínsíðan fylgist auðvitað með…