Ég ætla að halda áfram að dásama vínin frá Alsace! Vín dagsins er úr þrúgunni Pinot Gris og kemur frá samvinnufélaginu í Pfaffenheim. Þetta er „lægsta“ línan hjá þeim, kallast Tradition, en þetta er samt ekkert lítið vín – síður en svo! Um daginn fjallaði ég um Gewurztraminer í þessari sömu línu og var mjög hrifinn af því, og þetta vín er ekkert síðra. Það daðrar við fjórar stjörnur en vantar herslumuninn til að ná því, en er þó engu að síður mjög gott.
Pfaff Pinot Gris AOC Alsace 2016 er strágult á lit og fallegt í glasi. Í nefinu eru hunangsmelónur, rauð epli, perur og ferskjur. Í munni er vínið þurrt, með ágæta fyllingu. Þroskuð epli og hunang í eftirbragðin. Matarvænt vín (fuglakjöt, fiskur, jafnvel lamb). Góð kaup (2.499 kr). 88 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]