Það er ekki oft að fyrirsögnin er svona neikvæð hjá mér en mér datt eiginlega ekkert jákvætt í hug um vín dagsins. Það er vissulega í ódýrari kantinum og maður reiknar svo sem ekki með miklum gæðum í þessum verðflokki, en samt leyfi ég mér að gera smá kröfur til vínsins. Ég geri mér í hugarlund að ef sala léttvína verði leyfð í matvöruverslunum þá verði svona vín þar á boðstólum en minna færi fyrir betri vínum.
Vina Maipo Cabernet Sauvignon Merlot Classic Series 2016 er kirsuberjarautt á lit og unglegt. Í nefið koma rauð ber, pipar, anís og hesthús. Í munni fer lítið fyrir tannínum, fullmikil sýra og ekki nógu gott jafnvægi. Rauð ber og tóbak í rislitlu eftirbragðinu. Ekki fyrir minn smekk (1.495 kr). 82 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]