Já, það er eitthvað við Sauvignon Blanc-þrúguna sem fer svo einstaklega vel í bragðlaukana mína. Þessi þrúga hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér – frískleg hvítvín með góðum, suðrænum ávaxtakeim – og vínin eru yfirleitt mjög matarvæn (fiskur, salat og ljóst kjöt).
Vín dagsins kemur frá Suður-Afríku, frá vínhúsi Nederburg sem rekur sögu sína aftur til ársins 1791.
Nederburg Sauvignon Blanc Manor House 2017 er ljósgullið á lit og fallegt í glasi. Í nefinu finnur maður hefðbundin sólberjalauf, suðræna ávexti (ferskjur) og sítrus. Í munni er frískleg sýra, örlítil sæta, sítrus og ferskjur í góðu eftirbragðinu. Matarvænt vín, góð kaup (2.499 kr). 87 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]