Betri Syrah

Eitt stærsta vínræktarsvæði heims er í Suður-Frakklandi, nánar tiltekið í Languedoc-Roussillon, þar sem vínekrurar ná yfir 240 þúsund hektara lands.  Þaðan koma ekki stærstu vín Frakklands, en víngerðarmenn í Languedoc hafa hins vegar verið leiðandi í lífrænni vínrækt.  Víngerðin sem framleiðir vín dagsins stundar þó ekki lífræna framleiðslu, eftir því sem ég kemst næst.
Domaine de La Baume Syrah Le Jeunesse 2015 er hreint Syrah og hefur fengið að þroskast lítillega í frönskum eikartunnum.  Það er kirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður rauð ber, pipar, lakkris og fjólur.  Í munni eru stinn og aðeins hrjúf tannin, góð sýra og flottur ávöxtur. Plómur, eik og leður í góðu eftirbragðinu. Fínt með grilluðu kjöti (lamb og svín). Frábær kaup (2.199 kr). 90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook