Perelada 5 Finques Reserva 2013

Fyrir tæpum 2 árum kynntist ég vínunum frá Castillo Perelada sem er staðsett í Emporda-héraði nyrst í Katalóníu.  Þeim hefur eitthvað fjölgað vínunum sem eru nú fáanleg í vínbúðunum, en samkvæmt vef vínbúðanna fást nú 5 rauðvín, 3 rósavín, 2 hvítvín og 2 freyðivín í vínbúðunum. Ég hef ekki prófað þau öll en þau sem ég hef prófað hef ég verið mjög ánægður með.


Castillo Perelada 5 Finques Reserva 2013 er gert úr þrúgunum Garnatxa, Cabernet Sauvignon, Merlot, Syrah, Samsó, Monastrell og Cabernet Franc.  Það er látið liggja í 18 mánuði á tunnum – helmingurinn úr franskri eik og helmingurinn úr amerískri eik.  Vínið er dökk-kirsuberjarautt á lit og fallegt í glasi.  Í nefinu finnur maður rauð ber, ferskar kryddjurtir og smá negul.  Í munni eru góð tannín og fín sýra, þéttur ávöxtur, með plómu- og eikarkeim í góðu eftirbragðinu.  Hentar vel með nauti og lambi, einkum ef það er komið á grillið.  Góð kaup (3.111 kr). 89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook