Vínhús Campo Viejo í Rioja er okkur Íslendingum að góðu kunn enda hafa vínin þeirra lengi verið fáanleg í hillum vínbúðanna. Engu að síður þá er vín dagsins tiltölulega nýtt af nálinni frá þessu vínhúsi sem bráðum fagnar 60 ára afmæli.
Campo Viejo Tempranillo Rioja 2016 er gert úr hreinu Tempranillo og hefur fengið að liggja 4 mánuði í amerískum eikartunnum áður en það fer á flöskur. Það er ljósrautt á lit og unglegt að sjá. Í nefinu finnur maður kirsuber, apótekarlakkrís, leður og pipar. Í munni eru hrjúf tannín, hófleg sýra og þokkalegur ávöxtur. Eik og kakó í þokkalegu eftirbragðinu en vantar aðeins fyllingu. Fínt með svíni, ljósum fuglum og grillmat. Góð kaup (1.999 kr). 87 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]