Vín dagsins kemur frá héraðinu Basilicata, sem er syðst á ítalíu. Þrúgan í víninu kallast Aglianico og er upphaflega talin komin frá Grikklandi. Hún var uppistaðan í Falerniu-vínum sem voru mjög eftirsótt á tímum Rómverja. Þrúgan vill helst vera í sól og sumaryl og nýtur sín best syðst á Ítalíu og í Ástralíu, Texas og Kaliforníu.
Nativ Aglianico Irpinia 2015 er kirsuberjarautt á lit og unglegt að sjá. Í nefi finnur maður kirsuber, plómur, leður og pipar. Í munni eru stinn tannin, góð sýra og flottur ávöxtur. Svört kirsuber, súkkulaði og hrat ráðandi í eftirbragðinu. Góð kaup (2.790 kr). Drekkist á næstu 2-3 árum með nautakjöti, grillmat, ostum og léttari villibráð. 88 stig.