Austurríkismenn búa til frábær og matarvæn hvítvín, þar sem þrúgurnar Riesling og Grüner Veltliner eru ráðandi, þó stöku Chardonnay og Muskateller finnist líka í austurrískum hvítvínum. Willi Bründlmayer er snillingur í hvítvínsgerð og við höfum verið svo heppin að geta nálgast vín frá honum í hillum vínbúðanna.
Weingut Bründlmayer Grüner Veltliner Trocken Kamptal Terrassen 2013 er fallega fölgult í glasi, með angan af perum, sítrónum, eplum og grænum perum. Í munni er vínið þurrt og snarpt, með góðri fyllingu og flott jafnvægi. Kryddaður keimur af sítrónum, perum og melónum heldur sér vel út í eftirbragðið. Frábært matarvín, mjög góð kaup (2.990 kr). 92 stig.
Athugið að í hillum vínbúðanna er nú 2015-árgangurinn sem er litlu síðri en sá sem hér er fjallað um.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]