Gran Coronas í hálfa öld

Gran Coronas hefur verið hefur lengi fylgt okkur íslendingum og er eitt elsta vörunúmerið í vinbúðnum (nr 116), og vínhús Torres fagnar nú 50 ára afmæli Gran Coronas á Íslandi.  Á flöskumiðanum (sem nota bene er á íslensku) kemur fram að þegar íslensku vinir þeirra heimsóttu Torres árið 1974 var vínekran sem Gran Coronas kemur frá skírð Viña Islandia þeim til heiðurs.
Torres Gran Coronas Cabernet Sauvignon Peñedes 2013 er dökkkirsuberjarautt á lit, með byrjandi þroska og fallega tauma í glasinu.  Í nefinu eru plómur og skógarber ásamt ögn af kakó og lakkrís.  Í munni eru þétt tannín og góð sýra, fínn ávöxtur með skógarberjum og smá eikarkeimi í eftirbragðinu.  Fyrirtaks matarvín (naut og lamb).   Góð kaup (2.999 kr). 89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook