Spennandi Zinfandel

Zinfandel-vín geta verið ákaflega misjöfn – allt frá ómerkilegum þunnildum og upp í massíf vöðvabúnt.  Vín dagsins gerir tilkall til að vera staðsett í síðari flokknum.  Framleiðsluferli þessa víns er nokkuð óvenjulegt, því að lokinni þroskun í hefðbundnum tunnum úr franskri og amerískri eik er vínið flutt yfir í tunnur sem áður hafa geymt viskí, og þar fær það að liggja dágóðan tíma áður en því er svo tappað á flöskur.  Með þessu móti fær vínið kryddaðri og fyllri keim en ella.
1000 Stories Mendocino Zinfandel 2015 er kirsuberjarautt á lit, unglegt að sjá.  Í nefinu finnur maður kirsuber, plómur og eikartóna sem síðan skila sér í eftirbragðinu ásamt kryddum (negull, kanill) og smá viskítónum.  Ágæt tannín og sýra, góð fylling.  Sómir sér vel með grillaðri nautasteik.  Góð kaup (3.599 kr). 89 stig. Kannski aðeins í dýrari kantinum fyrir Zinfandel, en það er hins vegar í þessum verðflokki sem maður gerir bestu kaupin.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook