Enn eitt hnossgætið frá Portúgal

Fyrir 2-3 árum eða svo fengust vín frá portúgalska vínframleiðandanum Altano í vínbúðunum og þau voru flest nokkuð góð – eitt þeirra valdi ég meira að segja vín ársins 2014!  Því miður hurfu þessi vín úr hillum vínbúðanna en nú eru einhver þeirra komin aftur, þar á meðal hið stórgóða Reserva-vín  sem er einmitt vín dagsins
Altano Reserva Douro 2014 er kirsuberjarautt á lit, unglegt með fallega tauma, en ekki mikil dýpt. Í nefinu eru sólber, lakkrís, plómur, pipar og smá anís. Í munni eru góð tannín, fín sýra, góður ávöxtur. Lakkrís, súkkulaði, vanilla í löngu og góðu eftirbragði. Mjög góð kaup (2.599 kr). Hentar vel með nauti og villibráð en fer líka ágætlega með lambahryggnum. 90 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook