Gott villibráðarvín

Þó að mörg að stærstu og þekktustu rauðvínum heimsins komi frá Bordeaux, þá er Pessac-Leognan ekki fyrsta svæðið sem kemur upp í hugann, heldur tengjum við frekar við svæðin í Medoc á vinstri bakka Gironde-árinnar og Pomerol á hægri bakkanum.  Árið 1855 voru frönsku vínhúsin flokkuð í gæðaflokka og átti sú flokkun eftir að hafa heilmikil áhrif í franska vínheiminum.  Á þennan lista komst aðeins eitt vín frá Pessac-Leognan – Chateau Haut-Brion sem var eitt af 4 vínhúsum í efsta flokki.  Vínhúsið sem framleiðir vín dagsins komst ekki á þennan lista frekar en önnur vínhús frá Pessac-Leognan (að H-B undanskildu), en árið 1953 voru vínhúsin í Pessac-Leognan einnig flokkuð samkvæmt gæðastaðli og fengu vínhúsin sem uppfyllt gæðakröfurnar að merkja vín sín með áletruninni Gran Cru Classé de Graves.  Vínin frá Pessac-Leognan eru að jafnaði um 65% Cabernet Sauvignon og 30% Merlot, en einnig getur verið lítilræði af Cabernet Franc og Petit Verdot í rauðvínunum. Hvítvínin af þessu svæði er að mestu leyti úr Sauvignon Blanc (70%) og Semillon (30%).
Domaine de Chevalier Pessac-Leognan 2012 er kirsuberjarautt á lit, unglegt en með góða dýpt. Í nefinu sólber, útihús, leður, pipar, frönsk eik og krydd.  Í munni mjúk tannín, fín sýra, góður ávöxtur. Sólber , plómur, súkkulaði og tóbak í góðu eftirbragðinu, heldur sér vel og lengi. Frábært vín en tekur vel í veskið (12.151 kr) Fyrir þá sem ætla að gera virkilega vel við sig um áramótin og fá sér hreindýralundir, krónhjört eða nautalund Wellington. 93 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook