Góður Pinot frá Montes

Í gær fjallaði ég um Special Cuvee Sauvignon Blanc frá Montes (fjórar og hálf stjarna þar) og vín dagsins er systurvínið úr Pinot Noir.
Montes Alpha Special Cuvee Pinot Noir 2015 er ljósrautt á lit og unglegt að sjá.  Í nefinu eru hindber, jarðarber og hvítur pipar.  Í munni er góð sýra og fínn ávöxtur en fer lítið fyrir tannínum.  Hindber, jarðarber ráðandi í aðeins krydduðu eftirbragðinu.  Góð kaup (3.199 kr). Hentar best með rauðu kjöti og ostum, jafnvel fiski og pinnamat. 89 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook