Nýlega komu í vínbúðirnar Special Cuvee-vín frá Montes í Chile. Hér er um að ræða Sauvignon Blanc og Pinot Noir. Ég hef löngum verið hrifinn af Sauvignon Blanc og vín dagsins fer beint í hóp minna uppáhaldsvína.
Montes Alpha Sauvignon Blanc Special Cuvee 2016 er fallega strágult á lit. Í nefinu er góður ilmur af sólberjalaufum, sítrónu, suðræna ávexti, hvítan pipar og smá steinefni. Í munni er vínið þurrt með góða sýru og fínan ávöxt, gott jafnvægi. Suðrænir ávextir á borð við ananas og ástaraldin ráðandi í eftirbragðinu en einnig vottar fyrir sítrónu og steinefnum. Mjög góð kaup (3.199 kr). Hentar vel með fiskréttum, salati, pasta, ljósu fuglakjöti eða bara eitt og sér. 92 stig
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]