Fágætt og gott

Þau eru ekki mörg hvítvínin frá Rhone í hillum vínbúðanna – nánar tiltekið eru þau aðeins 3. Tvö þeirra eru „venjuleg“ Cotes-du-Rhone og svo er eitt Condrieu. Condrieu er hérað í norðurhluta Rhone, við hliðina á Cote-Rotie. Þaðan koma frábært hvítvín úr þrúgunni Viognier sem allir ættu að prófa einhvern tíma.  Vín dagsins er hins vegar ekki frá Condrieu, heldur er það Cotes-du-Rhone sem um ræðir frá góðvini okkar E. Guigal.  Vínið er dæmigert Rhone-vín í þeim skilningi að það er gert úr allmörgum þrúgum – samsetningin er  60% Viognier, 15% Roussanne, 10% Marsanne, 8% Clairette, 5% Bourboulenc og 2% Grenache.
E. Guigal Cotes-du-Rhone 2016 (hvítt) er fölgult á lit, með fallega tauma og ágæta dýpt.  Í nefinu finnur maður perur, engifer og ferskjur.  Í munni er ágæt sýra og fínn ávöxtur, með þægilegum keim af perum, engifer og gulum eplum, góð fylling og eftirbragð sem heldur sér vel. Mjög góð kaup (2.499).  Frábært matarvín fyrir hvers kyns fiskrétti, grænmetisrétti og jafnvel kryddaðan austurlenskan mat. 88 stig

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook