Snemma beygðist krókurinn

Fljótelga eftir að ég fór að hafa áhuga á léttvínum rak á fjörur mínar amerískur Cabernet frá Napa Valley, nánar tiltekið frá Beringer Vineyards, og lengi vel var það eitt af mínum uppáhaldsvínum – ávaxtaríkt og kröftugt vín.  Svo flutti ég til Svíþjóðar og þetta uppáhald mitt var ekki fáanlegt þar.   Þegar ég flutti svo heim var vínið svo horfið úr hillum vínbúðanna, en í staðinn fékkst annað Cabernet Sauvignon frá Beringer, sem var ekki alveg í sama gæðaflokki.
Ég hef síðan prófað mörg önnur Cabernet frá Napa Valley í ýmsum verðflokkum en núna held ég að ég sé búinn að finna vín sem kemur í stað míns gamla uppáhalds, og orðið löngu tímabært.
Louis M. Martini Napa Valley Cabernet Sauvignon 2013 er fallega dökk-kirsuberjarautt á lit, unglegt með góða dýpt og fallega tauma. Í nefinu eru leður, plómur, pipa, vanilla og vottur af anís.  Í munni eru góð tannín, fín sýra og gott jafnvægi.  Plómur, leður og súkkulaði ráðandi í þéttu og góðu eftirbragðinu.  Mjög góð kaup (3.798 kr). Vín fyrir góðar steikur eða bara til að njóta. 91 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook