Costco gerir líka góð rauðvín

Það er væntanlega að bera í bakkafullan lækinn að tala um Costco og áhrif þess á íslenska smásöluverslun.  Áhrif Costoco á íslenska áfengismarkaðinn eru þó ekki alveg jafn skýr, en Costoco hefur auðvitað haslað sér völl þar líkt og á öðrum smásölumarkaði.  Þær vörur sem Costco lætur framleiða sérstaklega fyrir sig eru seldar undir merkjum Kirkland Signature, en það er ekkert slegið af kröfum um gæði og yfirleitt eru gæðaframleiðendur sem sjá um framleiðsluna.  Þannig mun vínhús Gallo hafa framleit Kaliforníuvínfog Domaine de Nalys gert Chateauneuf-du-Pape yrir Kirkland.
Vín dagsins er frá Kaliforníu en ég hef þó ekki fundið staðfestingu á því að það komi úr smiðjum Gallo.
Kirkland Signature Series Oakville Cabernet Sauvignon Napa Valley 2014 er kirsuberjarautt á lit, með sæmilega dýpt.  Í nefinu eru sólber, kirsuber, pipar, vanilla og eik.  Í munni er góð fylling, ágæt tannín og hæfileg sýra.  Kirsuber, vanilla, pipar og súkkulaði áberandi í góðu eftirbragðinu.  Mjög góð kaup. 89 stig.  Hentar vel með nautasteik og góðu grilli.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

 

Vinir á Facebook