Flottur bolti frá Bordeaux

Héraðið Pauillac í Bordeaux er eflaust það þekktasta í Medoc, en til marks um það má nefna að þar eru 3 af þeim 5 vínhúsum sem flokkast sem fyrsta yrki skv. flokkuninni frá 1855.  Cabernet Sauvignon er sú þrúga sem mest er ræktuð í Pauillac, en eins og annars staðar í Bordeaux þá er líka heimilt að nota Merlot, Cabernet Franc, Petit Verdot og Malbec í rauðvínin.
Chateau Pibran Pauillac 2011 er djúp-kirsuberjarautt á lit, unglegt.  Í nefinu eru plómur, kirsuber, apotekaralakkrís, leður, anís og smá vanilla.  Í munni eru mikil tannín, góð sýra, mjög þétt og gott jafnvægi. Keimur af eik, tóbaki og kirsuberjum í þéttu og góðu eftirbragðinu.  Góð kaup (5.999 kr). Hentar vel með nautasteikum, lambi og villibráð. 91 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook