Gott Appassionato

Appassimento kallast sú aðferð að þurrka þrúgurnar áður en þær eru síðan nýttar til víngerðar.  Þessari aðferð er beitt við gerð Amarone-vína, og stundum eru þrúgurnar notaðar aftur til víngerðar, s.k. Ripasso-vín.  Þrúgurnar eru þurrkaðar í a.m.k. 3 mánuði áður en sjálf víngerðin hefst.  Lykilatriði í þessu ferli er að það lofti vel um þrúgunar, en einnig skiptir miklu máli að þrúgurnar í Valpolicella (Corvina, Corvinone, Rondinella, Molinara og Oseleta) hafa mjög þykkt hýði og þola því þessa þurrkun.  Það fá þó ekki öll vín sem gerð eru með þessari aðferð að heita Amarone, og þannig er nú staðan hjá víni dagsins, sem kallast einfaldlega appassionato.
Tommasi Graticcio Appassionato 2015 er múrsteinsrautt á lit, unglegt, með sætri angan af rúsínum, plómum, leðri og jarðarberjum.  Í munni eru þægileg tannin, bláber og lakkrístónar í góðu eftirbragðinu.  Það skortir kannski ögn upp á fyllinguna til að hífa vínið hærra upp einkunnaskalann. Mjög góð kaup (2.199 kr). Gott með villibráð, rauðu kjöti og þroskuðum, föstum ostum. 88 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook