Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni þá hefur Chenin Blanc frá hinum Suður-Afríska Drostdy-Hof verið vinsælt hjá okkur, einkum að sumarlagi þar sem tilvalið er að fá sér eitt hvítvínsglas á meðan grillað er. Yfirleitt keypti ég þetta vín í belju en það er einnig að hægt að fá það í flösku.
Drostdy-Hof Chenin Blanc 2016 er strágult með fölgrænni slikju, með angan af melónum, ferskjum, sítrus og grænum eplum. Í munni er góð sýra, frísklegt bragð, vínið er aðeins kryddað og er með ágæta fyllingu. Góð kaup (kostar aðeins 1.449 kr). 87 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]