Flest þekkjum við líklega vínin frá Drostdy-Hof í Suður-Afríku, en þau hafa lengi verið fáanleg í vínbúðunum. Alls eru til 11 vín frá Drostdy-Hof í vínbúðunum, þar af 4 kassavín. Chenin Blanc-kassavínið hefur lengi verið til á mínu heimili yfir sumartímann, og önnur vín frá þeim hafa stundum ratað heim.
Drostdy-Hof Chardonnay 2016 er strágult á lit, með þægilegri angan af perum, sítrónum og smá anananas. Í munni eru sítrónur, perur og steinefni, frísklegt vín sem nýtur sín vel eitt og sér á góðum sumardegi en er líka prýðilegt matarvín (fiskur og ljóst fuglakjöt). Góð kaup (1.699 kr). 86 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]