Líkt og í öðrum vínræktarhéruðum Spánar hefur það sem af er þessari öld verið vínbændum hagstæð og hver gæðaárgangurinn af öðrum komið frá flestum svæðum. Árið 2013 var ekki alveg í sama gæðaflokki (nema í Priorat) en inn á milli hafa þó komið ágætis vín úr þessum erfiða árgangi, þar á meðal vín dagsins. Vínið er blanda Tinto fino (Tempranillo), Cabernet Sauvignon og Merlot, frá framleiðanda að nafni Valtravieso, en vínekrurnar munu vera þær vínekrur sem liggja hæst yfir sjávarmáli í Ribera del Duero.
Valtravieso Ribera del Duero Crianza 2013 er kirsuberjarautt á lit, ungt að sjá og fallegt í glasi. Í nefinu eru plómur, leður, kirsuber, eik, negull og pipar. Í munni eru stinn tannín, hæfileg sýra og fínn ávöxtur. Plómur, kirsuber, eik og pipar í heitu eftirbragðinu. Góð kaup (3.250 kr). Vín fyrir góðar steikur, kröftuga pottrétti. 89 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]