Við Íslendingar þekkjum vel vínin frá Montecillo, því þau hafa verið fáanleg í hillum vínbúðanna um margra ára skeið. Vín dagsins er líklega eitt af þeim langlífustu í vínbúðinni (vörunúmer 137) og ekki að ástæðulausu. Vínhúsið á sér rúmlega 140 ára sögu í Rioja, en nafnið Montecillo kom þó ekki til fyrr en árið 1943. Árið 1973 keypti Osborne-fjölskyldan fyrirtækið, en Osborne er best þekkt fyrir Sherrýið sitt (gera líka púrtvín og svo léttvín undir merkinu Solaz, sem einnig fæst í vínbúðunum). Vín dagsin er Gran Reserva, sem þýðir að það þarf að þroskast minnst 2 ár í eikartunnum og svo 3 ár á flösku áður en það fer í sölu.
Montecillo Rioja Gran Reserva 2008 er kirsuberjarautt á lit og komið með smá sýnilegan þroskan. Í nefinu finnur maður kirsuber, tóbak, leður, pipar, plómur, súkkulaði og vott af anís. Í munni eru mjúk tannín, ágæt sýra, góð fylling og góður ávöxtur. Kirsuber og plómur ráðandi í eftirbragðinu ásamt smá lakkrískeim. Mjög góð kaup (3.299 kr). Mjög gott matarvín – nautasteikur og jafnvel villibráð. 90 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]