Önnur rauð peysa

Í gær fjallaði ég um rauðvín frá víngerðinni Tussock Jumper og nú er komið að hvítvíni..  Flöskumiðarnir einkennast af dýrum í rauðum peysum, og vínið sem hér verður fjallað um skartar sama dýri og vín gærdagsins – nashyrningi – enda kemur vínið einnig frá Western Cape í Suður-Afríku.  Þetta hvítvín er gert úr þrúgunni Chenin Blanc, sem er mest ræktaða þrúgan í Suður-Afríku.
Tussock Jumper Chenin Blanc 2016 er ljósstrágult á lit, með angan af sítrónuberki, suðrænum ávöxtum og blómum.  Í munni finnur maður þroskaðar ferskjur og vott af ananas, en vínið er pínu snubbótt í eftirbragðinu og virkar aðeins gróft í stílnum.  Ágætis vín sem nær þó ekki alveg sömu hæðum og annað Chenin Blanc frá Suður-Afríku sem ég fjallaði nýlega um. 87 stig. Hentar ágætlega með fiski, salati, pastaréttum og risotto

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook