Í gær fjallaði ég um hvítvínið frá Solms Delta og nú er komið að rauðvíninu. Þetta vín er gert úr Shiraz-þrúgunni, en hluti þeirra kemur frá öðru héraði í Suður-Afríku (Wellington) og þykir það gefa víninu meiri karakter. Vínið er gerjað í stáltönkum og svo látið liggja í eitt ár á tunnum úr franskri eik. Tunnurnar hafa verið notaðar við víngerð áður og gefa því ekki jafn mikinn eikarkeim og nýjar tunnur.
Solms Delta Shiraz 2015 er dökkrautt á lit, unglegt með fína tauma. Í nefinu finnur maður plómur, sveskjur, lakkrís og kirsuber. Í munni er vínið í þokkalegu jafnvægi, kryddað með lakkrís- og myntukeim, ásamt sólberjum og pipar. Hentar með grillmat og pottréttum eða bara eitt og sér. Mjög góð kaup (1.999 kr), en ekki alveg í sama klassa og hvítvínið. 86 stig.
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]