Eitt gott frá hægri hliðinni

Þegar rætt er um vínhéruðin í Bordeaux er oft talað um hægri og vinstri bakka árinngar Dordogne.  Bærinn Saint-Émilion stendur hægra megin við ána og vínekrurnar kringum bæinn flokkast sem sérstakt víngerðarsvæði (AOC).  Vínin frá Saint-Émilion eru blanda Merlot (um 60%), Cabernet Franc (um 30%) og Cabernet Sauvignon (um 10%) og það á auðvitað einnig við um vín dagsins.  Það fæst því miður ekki í vínbúðunum en vel þess virði að kippa með ef þið eruð á ferð um Fríhöfnina.
Chateau Haut Gravet Cuvee La Croix Fourche St. Émilion Grand Cru 2012 er dökkrautt og unglegt að sjá, með fallega tauma.  Í nefinu finnur maður strax apótekaralakkrís, pipar, kirsuber og eik.  Í munni eru tannnínin aðeins hrjúf, ágæt sýra og góður keimur af kirsuberjum, kryddum og eik.  Frábært með nauti og lambi. Góð kaup (3.999 kr í Fríhöfninni).  91 stig.

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook