Hvíti svartþrösturinn

Vínklúbburinn hélt fund um daginn, og ég fékk þann heiður að hafa umsjón með fundinum.  Þema fundanna hefur verið misjafnt eftir áherslum þeirra sem hafa séð um hvern fund, og í þetta sinn var svolítið heimshornaflakk í gangi.  Hvítvínin hafa því miður aðeins farið halloka á fundum og ég ákvað að breyta aðeins til og bauð upp á tvö hvítvín. Fyrsta vínið var frá hinum spænska Valquejigoso sem ég hef fjallað nokkuð um að undanförnu.  Þetta vín er úr óvenjulegri blöndu – Albillo, Sauvignon Blanc og Viognier
Valquejigoso Mirlo Blanco 2012 er fremur ljóst, gullið, með angan af eplum, aspas og perum.  Í munni er vínið silkimjúkt, í góðu jafnvægi, kryddað (hvítur pipar og vanilla), með keim af aspas og appelsínuberki, margslungið vín.  Í dýrari kantinum (5.800 kr).  Vínklúbburinn gefur víninu 86 stig (það fær 90 stig hjá Wine Enthusiast).

Vínsíðan

Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]

Vinir á Facebook