Vínklúbburinn hélt fund um daginn, og ég fékk þann heiður að hafa umsjón með fundinum. Þema fundanna hefur verið misjafnt eftir áherslum þeirra sem hafa séð um hvern fund, og í þetta sinn var svolítið heimshornaflakk í gangi. Hvítvínin hafa því miður aðeins farið halloka á fundum og ég ákvað að breyta aðeins til og bauð upp á tvö hvítvín. Fyrsta vínið var frá hinum spænska Valquejigoso sem ég hef fjallað nokkuð um að undanförnu. Þetta vín er úr óvenjulegri blöndu – Albillo, Sauvignon Blanc og Viognier
Valquejigoso Mirlo Blanco 2012 er fremur ljóst, gullið, með angan af eplum, aspas og perum. Í munni er vínið silkimjúkt, í góðu jafnvægi, kryddað (hvítur pipar og vanilla), með keim af aspas og appelsínuberki, margslungið vín. Í dýrari kantinum (5.800 kr). Vínklúbburinn gefur víninu 86 stig (það fær 90 stig hjá Wine Enthusiast).
Vínsíðan
Smelltu hér til að gefa einkunn
[Alls: 0 Meðaltal: 0]